top of page

Skilmálar og persónuvernd

Afhending vöru

Þegar þú verslar námskeið eða kennslu í netverslun Bassastaða (www.bassastadir.com) getur þú valið hvenær þú tekur út þína keyptu tíma í samræmi við kennara/söluaðila. Í sömu kaupum getur þú einnig að valið að fá vöruna sem sérmerkt gjafabréf. Gjafabréf getur þú svo sótt á Bassastaði, Skipasundi 83, 104 Reykjavík, eða þá fengið það sent til þín með pósti. Sent er með almennum pósti innan tveggja virka daga. Sendingarkostnaður er innifalinn í kaupum á gjafabréfum. Glatist gjafabréf í pósti skal láta vita á bassastadir@gmail.com

Bassastaðir Studio ehf áskilja sér rétt til að hætta við pöntun, t.d. ef vara reynist uppseld, vegna rangra verðupplýsinga og einnig að hætta að bjóða upp á vörutegundir.

 

 

 

Hætt við kaup á vöru sem keypt er í netverslun

Þú mátt hætta við kaupin og/eða skila vörunni innan 14 daga frá afhendingu vörunnar, í samræmi við reglur um rafræn kaup, að því tilskildu að vörunni sé skilað í upprunalegum umbúðum og í því ástandi sem hún kom til þín (þar sem það á við). Við vöruskil þarf greiðslukvittunin að fylgja með.

 

Sendingarkostnaður við skil er greiddur af kaupanda, nema ef um gallaða eða ranga vöru er að ræða.


 

 

Verð og greiðsla

 

Athugið, að verð í netverslun getur breyst án fyrirvara.

 

Starfsemi Bassastaða Studio ehf er ekki virðisaukaskattskyld, og því leggst ekki VSK á kaup á þjónustu þaðan.

 

Greiða má fyrir þjónustu Bassastaða Studio ehf með kreditkorti, debetkorti (VISA og Mastercard), eða með millifærslu á bankareikning: 0370-26-440412, kt:440424-0820

 

 

Trúnaður

Bassastaðir Studio ehf biðja aðeins um þær upplýsingar, sem nauðsynlegar eru vegna greiðslu fyrir vöruna og sendingar. Fullum trúnaði er heitið um allar upplýsingar frá kaupanda í tengslum við viðskiptin. Engar upplýsingar eru afhentar þriðja aðila, nema þær sem nauðsynlegar eru við að koma vörunni til skila, þ.e. heimilisfang og símanúmer.

 

 

 

Um reksturinn

Bassastaðir Studio ehf

Kt. 440424-0820

Skipasund 83

104 Reykjavík

sími. +354 696 0005

bassastadir@gmail.com

 

Eigandi/Stjórnarformaður: Ingi Björn Ingason

Framkvæmdastjóri: Sæunn Svanhvít Viggósdóttir

 

Lög og varnarþing

Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur netverslun www.bassastadir.com á grundvelli þessara ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.

bottom of page