+3546960005
BASSASTAÐIR - INGI BJÖRN
Ingi Björn Ingason heiti ég og Bassastaðir er vinnustofan mín. Það er lítið hljóðver sem ætlað er að vera kósí og veita innblástur. Þar undirbý ég mig fyrir komandi verkefni, tek upp hljóðfæraleik og söng. Einnig skapa ég þar mína list í tónum, orðum og því sem mér dettur í hug hverju sinni. Á Bassastöðum er líka hægt að koma og fá einkakennslu í heimaupptökum, og kenni ég þá helst á Ableton Live, Logic Pro X og Garageband, svo eitthvað sé nefnt.
Við þetta má svo bæta að ég hef reglulega haldið Ableton Live kvöldnámskeið í Tækniskólanum fyrir allt að 10 manns í einu, við nokkuð góðan orðstír.
Ég hef starfað í tónlist síðastliðin 15-20 ár og farið um víðan völl á þeim tíma, spilað með fremstu listamönnum landsins, komið fram víðsvegar um heiminn, spilað í leikhúsum landsins, komið mikið fram í sjónvarpi og útvarpi, spilað inn á tugi hljómplatna og fleira og fleira.....
Ef þú vilt fræðast meira um Bassastaði skaltu ekki hika við að hafa samband. Svo er alltaf heitt á könnunni fyrir þá sem líta við. Já, ég er nefnilega alveg ferlega næs held ég.